04. janúar 2019

4-5 fréttir á dag um Umhverfisstofnun


Fjölmiðlar vinna og birta að meðaltali 4-5 fréttir hvern dag ársins um störf Umhverfisstofnunar. Þetta kemur fram í gögnum frá Creditinfo í yfirliti um árið 2018.

Alls voru 1.562 fréttir birtar um Umhverfisstofnun á árinu. Flestar birtast í vefmiðlum. Að auki voru birtar 311 prentaðar fréttir á árinu og tæplega 200 útvarps- og sjónvarpsfréttir um Umhverfisstofnun.

Ívið meiri fréttaumfjöllun var um stofnunina árið 2017. Skýrist það aðallega af miklum fjölda frétta það ár vegna umdeildrar starfsemi kísilvers United Silicon.

Til baka
Mynd sem fylgir - Rauði listinn

Rauði listinn

Veita þarf ákveðnum friðlýstum svæðum á Íslandi sérstaka athygli og aðhlynningu.
Meira