Jafnréttisstefna

Markmið

Jafnréttisstefna þessi er sett í því augnamiði að vinna gegn stöðluðum kynjaímyndum og tryggja kynjajafnrétti í samræmi við ákvæði jafnstöðulaga. Starfsfólk þarf að geta starfað í þeirri vissu að þessir þættir hamli ekki starfsánægju. Fyrir utan jafnréttisáætlun þessa skal jafnrétti haft að leiðarljósi í allri stefnumótun.

Kaup, kjör, aðbúnaður og mannaráðningar

Við ákvörðun um laun, aðbúnað og starfsaðstöðu skal þess gætt að kynjum sé ekki mismunað. Hið sama gildir um ráðningu, úthlutun verkefna, tilfærslu í störfum og uppsögn. Starfskjör skulu ákveðin á sama hátt fyrir sömu störf og þau viðmið sem lögð eru til grundvallar ákvörðun um starfskjör skulu ekki fela í sér kynjamismunun. Skal í þessu augnamiði notast við kynhlutlaus viðmið um frammistöðu í starfi. Með starfskjörum er, auk launa, átt við lífeyris-, orlofs- og veikindarétt og hvers konar önnur starfskjör eða réttindi sem metin verða til fjár.

Starfsþjálfun og endurmenntun

Allir skulu njóta sömu möguleika til sí- og endurmenntunar og starfsþjálfunar og til að sækja námskeið sem eru haldin til að auka hæfni í starfi eða til undirbúnings öðrum störfum. Starfsmannastjóri skal reglulega gera úttekt á því hvað starfsmenn sækja að meðaltali mörg námskeið og meðalfjölda námskeiðsdaga á vegum skrifstofunnar og greina eftir kynjum.

Samræming starfs og einkalífs

Starfsmenn skulu eiga kost á sveigjanlegum vinnutíma, hlutastörfum eða annarri hagræðingu þar sem því verður við komið til að auðvelda þeim að samræma starf og einkalíf. Tekið skal tillit til mismunandi aðstæðna, s.s. umönnunar barna, foreldra eða annarra náinna skyldmenna. Eftir því sem aðstæður leyfa skal vera unnt að minnka tímabundið vinnu til að sinna fjölskylduábyrgð.

Karlar og konur skulu hvött til þess að deila ábyrgðinni með maka við að sinna veikum börnum. Skulu karla og konur jafnframt hvött til þess að nýta sér rétt sinn til fæðingarorlofs til jafns við maka.

Kynbundin störf

Þess skal gætt að störf flokkist ekki í kvenna- og karlastörf. Í því skyni skulu auglýsingar eftir nýju starfi ekki vera til þess fallnar að hvetja sérstaklega eða letja ákveðna hópa til þess að sækja um. Jafnréttissjónarmið skulu metin til jafns við önnur mikilvæg sjónarmið við ráðningar í störf. Í því felst m.a. að gætt sé að hlutfalli kynja í stjórnunarstörfum og að viðmið til grundvallar ráðningum hæfi jafnt konum sem körlum. 

Samskipti

Starfsmenn sýna samverkafólki og þeim sem til þeirra leita fulla virðingu án tillits til kynferðis, skoðana, aldurs eða efnahags, trúarbragða, litarháttar og þjóðernis, kynhneigðar eða stöðu þeirra að öðru leyti. Í samskiptum sín á milli skulu starfsmenn gæta þess í hvívetna að stuðla ekki að viðgangi staðlaðra kynímynda. Þess skal sérstaklega gætt að ekki séu sendir tölvupóstar sem stuðla að eða ýta undir staðlaðar kynjaímyndir. Starfsmenn skulu jafnframt gæta þess að haga ekki tali sínu með þeim hætti að þeir viðhaldi eða efli formgerð sem ýtir undir og styður mismunum kynjanna eða annars konar mismunun.

Kynjasamþætting

Kynjasamþættingar skal gætt við alla stefnumótun, áætlanagerð og ákvörðunartöku. Í því felst að að skipuleggja skuli, bæta, þróa og leggja mat á stefnumótunarferli þannig að sjónarhorn kynjajafnréttis sé á öllum sviðum fléttað inn í stefnumótun og ákvarðanir. Í því augnamiði að ná sem bestum árangri við kynjasamþættingu skal mæla hlutföll kynja í ákvarðanatöku og starfsemi. Skal á grundvelli mælinganna og annarra upplýsinga móta framkvæmdaáætlun um kynjasamþættingu. Skal starfsmannastjóri útbúa framkvæmdaáætlun um kynjasamþættingu til þess að ná fram þessum markmiðum. Skal starfsmannastjóri uppfæra framkvæmaáætlunina svo oft sem þurfa þykir en eigi síðar en árlega.

Eftirfylgni

Jafnréttisfulltrúi skal tryggja framgang jafnréttisstefnu þessarar og fylgjast með eftirfylgni hennar. Starfsmannastjóri skal bera ábyrgð á og framkvæma jafnréttisáætlun. Starfsmannastjóri skal við eftirlit sitt framkvæma kannanir, ef ástæða er til. Árlega skal starfsmannastjóri gera úttekt á hversu vel hefur tekist til við framkvæmd stefnu þessarar. Skal kynna niðurstöðurnar fyrir starfsmönnum. Starfsmannastjóri getur í þessu skyni skipað nefnd 2-3 starfsmanna sem skulu vera honum innan handar við gerð úttektar.

Kynning

Jafnréttisstefna þessi skal kynnt nýjum starfsmönnum þegar þeir taka til starfa.

Rauði listinn

Rauði listinn

Veita þarf ákveðnum friðlýstum svæðum á Íslandi sérstaka athygli og aðhlynningu.
Meira