Veiðiupplýsingar

14.07.2017 21:14

15. júlí 2017 - Fyrsti veiðidagur.

Þá er veiðitímabilið að hefjast og margir orðnir spenntir. Ég er búinn að fá fréttir frá leiðsögumönnum sem ætla til veiða með veiðimenn fyrsta daginn. Þar sem nótt er björt er hægt að byrja á miðnætti. Ekki veit ég nú fyrir víst hverjir ætla að vera tilbúnir þá. Grétar Karls fer á svæði eitt með einn veiðimann, Jónas Hafþór fer á svæði 2, með einn veiðimann, fellt á Fellaheiði. Skúli Sveins stefnir á svæði 3 með einn veiðimann, Á svæði 7 eru eftirtaldir að stefna á veiðar: Eiður Gísli með einn veiðimann og felldi hann fyrsta tarf tímabilsins rétt eftir miðnætti í Berufirði, Stefán Gunnars með einn veiðimann og Helgi Jenss. með einn veiðimann. Fleiri eiga örugglega eftir að skrá sig inn. Magnús Karls fer með mann á veiðisvæði 6, fellt á Djúpadalsvarpi, þar var dálítill tarfahópur flestir tveggja og þriggja vetra, Stebbi Kristmanns fer með mann á svæði 3. Jón Magnús fer með veiðimann á sv. 7, fellt í Hrútabotnum úr 11 tarfa hópi, Sævar fer með tvo menn á sv. 5. felldir í Seldal tveir um 90 kg tarfar.
Til baka
Mynd sem fylgir - Rauði listinn

Rauði listinn

Veita þarf ákveðnum friðlýstum svæðum á Íslandi sérstaka athygli og aðhlynningu.
Meira