Grábrókargígar, Borgarbyggð
Grábrókargígar voru fyrst friðlýstir árið 1962 en friðlýsingunni var breytt árið 1975. Gígarnir eru þrír, Litla-Grábrók hvarf að mestu við framkvæmdir en Stóra-Grábrók rís fagurformuð fast við þjóðveginn. Þriðji gígurinn er vestar og heitir Grábrókarfell. Gígarnir tilheyra eldstöðvakerfi sem teygir sig langt vestur á Snæfellsnes. Hraun úr gígunum þekur stóran hluta Norðurárdals. Gangandi fólki er heimil för um hið friðlýsta svæði enda sé fylgt merktum slóðum og snyrtimennsku gætt í hvívetna.
Stærð náttúruvættisins er 28,7 ha.
Svæðið er á appelsínugula listanumAuglýsing nr. 216/1975 í Stjórnartíðindum B. StyrkleikarGígarnir þrír eru gjall- og klepragígar á sprungu og er Grábrók gjallgígur. Gígarnir eru vinsælir meðal ferðamanna og einnig laða þeir að sér nemendur frá Bifröst til útivistar. Landvörður á vegum Umhverfisstofnunar er á Grábrókargígasvæðinu yfir sumartímann. Hópur sjálfboðaliða Umhverfisstofnunar hefur unnið á svæðinu undanfarin tvö sumur. Gönguleiðir hafa verið afmarkaðar , lagfærðar og merktar, komið er fræðsluskilti á svæðið, villustígum hefur verið lokað, tröppur voru lagaðar, borið var á göngupallana, mosi var græddur í sár og mikið magn rusls hefur verið fjarlægt af svæðinu. VeikleikarViðkvæmar jarðmyndanir og gróðursamfélög. Svæðið er opið fyrir umferð allan ársins hring, enda staðsett við hringveginn. | Ógnir
Tækifæri
|