Díma í Lóni, Sveitarfélaginu Hornafirði

Díma í Lóni var friðlýst sem náttúruvætti árið 1975. Díma er er klapparhæð á aurum Jökulsár í Lóni, með fjölbreyttum gróðri. Klettaborgin Díma er landamerki milli jarðanna Stafafells og Þórisdals. Díma var friðlýst sem náttúruvætti árið 1975 og girt af.

Díma hefur augljóslega lengi verið eyja í Jökulsá og ber merki þess að vera sorfin af ánni. Lóðrétt standberg er norðanmegin, þar sem áin rennur í dag. Vestur-, suður- og austurhlíðar klettaborgarinnar eru einnig snarbrattar en einungis er greiðfær leið upp að suðvestanverðu, frá varnargarðinum sem tengir Dímu við Dalsfjall.

Stærð náttúruvættisins er 6,4 ha.

Rauði listinn

Rauði listinn

Veita þarf ákveðnum friðlýstum svæðum á Íslandi sérstaka athygli og aðhlynningu.
Meira