Umhverfisstofnun auglýsir tillögu að starfsleyfi fyrir Hringrás á Akureyri. Sótt var um útvíkkun á núgildandi starfsleyfi til þess að taka á móti almennum úrgangi til flokkunar, umhleðslu, forvinnslu, böggun, pökkun og geymslu.
Meira...
Hringrás hf.
Starfsleyfi þetta gildir fyrir Hringrás hf., kt. 510613-1390, fyrir móttökustöð fyrir spilliefni og annan úrgang að Ægisnesi 1, Akureyri.
Helstu umhverfiskröfur
Upplýsingar um kröfur og eftirlit eru að finna í starfsleyfinu sem gildir til 18.11.2026.
- Starfsleyfi Hringrásar (fyrra nafn GMR 2)
Eftirlitsskýrslur
Mælingar og vöktunEftirfylgni frávika
Grænt bókhaldNánar | FréttirStarfsleyfistillaga fyrir Hringrás á Akureyri10. maí 2013 Starfsleyfi: Hringrás Akureyri23. nóv. 2010 Þann 18. nóvember sl. gaf Umhverfisstofnun út starfsleyfi fyrir móttökustöð Hringrásar hf. að Ægisnesi 1, Akureyri. Tillaga að starfsleyfinu var auglýst á tímabilinu 22. júní - 18. ágúst 2010 en Umhverfisstofnun bárust engar athugasemdir við hana. Hringrás - kynningarfundur04. ágú. 2010 Umhverfisstofnun hélt opinn kynningarfund í anddyri Borga við Norðurslóð, Akureyri, þann 21. júlí sl. þar sem kynnt var tillaga að nýju starfsleyfi fyrir móttökustöð Hringrásar hf. að Ægisnesi 1, Akureyri. Starfsleyfið mun heimila Hringrás móttöku og meðhöndlun allt að 3900 tonna af úrgangi á ári, þ.e. spilliefnum, málmum og hjólbörðum, og mun verða gefið út til sextán ára. Starfsleyfisstillaga fyrir móttökustöð22. júní 2010 Umhverfisstofnun hefur unnið tillögu að starfsleyfi fyrir móttökustöð Hringrásar hf. að Ægisnesi 1, Akureyri. Samkvæmt tillögunni verður Hringrás heimilt að taka á móti allt að 3900 tonnum af málmum, hjólbörðum og spilliefnum á ári til meðhöndlunar, þ.e. flokkunar, forvinnslu, pökkunar og geymslu. |