Losun mengandi efna á Íslandi

Á hverju ári skilar Umhverfisstofnun skýrslu um losun loftmengunarefna á Íslandi frá árinu 1990 til samnings Sameinuðu þjóðanna um loftmengun sem berst langar leiðir milli landa (The United Nations Convention on Long-range Transboundary Air Pollution (LRTAP Convention)). Samningurinn öðlaðist gildi 1983 og hefur verið undirritaður af 51 ríki, þar á meðal Íslandi.

Ísland hefur undirritað samninginn sjálfan og báðar Árósar-bókanirnar, um þungmálma og þrávirk lífræn efni (Persistent Organic Pollutants-POPs). Ísland hefur aðeins staðfest bókunina um þrávirku lífrænu efnin og er því sérstaklega fjallað um þrávirk lífræn efni (POPs) í bókhaldi Íslands um loftmengunarefni. Upplýsingar um losun annarra loftmengunarefna er ábótavant, en í þeim tilfellum sem upplýsingar liggja fyrir er gert grein fyrir þeim í bókhaldi Íslands.

Losun þrávirkra lífrænna efna (POPs)

Undir Árósar-bókunina falla 16 þrávirk lífrænna efni og er notkun á hluta þeirra bönnuð, en aðildaríkin skulu halda ítarlegt bókhald um losun þeirra efna er falla undir bókunina og draga úr og með tímanum hætta notkun á eftirfarandi þrávirkum lífrænum efnum:

 • PCDD/PCDF - dioxín/fúrön
 • PAH4 – Fjölhringja arómatísk vetniskolefni
  • B(a)p -Benzo(a)pyrene
  • B(b)f - Benzo(b)fluoranthene
  • B(k)f - Benxo(k)fluoranthene
  • Indeno (1,2,3-cd)pyrene
 • HCB - Hexaklóróbensen
 • PCBs - Pólíklórbífenýlsambönd

Ísland skilar upplýsingum um losun á öllum ofangreindum efnum í samræmi við Árósar-bókunina, nema PCBs. PCBs er nýjasta viðbótin í Árósar-bókunina og vinnur Umhverfisstofnun að því að taka saman tölur um losun á PCBs á Íslandi. 

Losun annarra loftmengunarefna og óbeinna gróðurhúsalofttegunda

Þó svo að Ísland hafi aðeins staðfest Árósar-bókunina er gögnum um eftirfarandi efni, þar sem upplýsingar um losun liggja fyrir, einnig skilað:

 • Óbeinar gróðurhúsalofttegundir
  • NO2 (NOX) - Köfnunarefnisdíoxíð
  • NMVOC - Rokgjörn, lífræn efnasambönd
  • CO - Kolmónoxíð
 • SO2 (SOX)- Brennisteinsdíoxíð
 • NH3 - Ammoníum
 • PM – svifryk
 • BC – sót

Losun Íslands á þrávirkum lífrænum efnum 1990 – 2014

Á tímabilinu 1990 til 2014 hefur dregið verulega úr losun Íslands á díoxíni (-88%) og HCB (-61%). Losun PHA4 efna hefur þó aukist verulega á sama tíma.

 

Dioxin

PAH4

HCB

Ár

[g I-TEQ]

[kg]

[kg]

1990

12.52

0.04

0.08

2014

1.50

0.06

0.03

% Breyting 1990-2014

-88%

71%

-61%

 

PCDD/PCDF - dioxín/fúran

Frá árinu 1990 til 2014 dróg verulega úr losun á díoxíni/fúrans eða um 88%. Heildarlosun 1990 var 12,41 g I-TEQ en 1,50 g I – TEQ árið 2014. Stærsta uppspretta díoxíns/fúrans á Íslandi eru sorpbrennslur og fiskveiðar. Það hefur þó dregið verulega úr losun frá sorpbrennslum frá 1990. Ástæðan fyrir því að heildarlosun hefur dregist saman er fyrst og fremst að mörgum opnum og eldri sorpbrennslum hefur verið lokað og reglur um sorpbrennslu frá árinu 2003 voru hertar.

 

PAH4 – Fjölhringja arómatísk kolvetni

Losun á PH4 jókst um 71% frá 1990 til ársins 2014. Frá 37,17 kg. árið 1990 til 63,64 kg. árið 2014. Stærstu uppsprettur PHA4 efna á Íslandi eru iðnaðarferlar, vegasamgöngur og eldsvoðar Aukning í losun PAH4 á Íslandi frá 1990 má að mestu rekja til aukningar vegna iðnaðarferla þar sem losunin var 10,71 kg. árið 1990 en 31,43 kg. árið 2014.

 

HCB - Hexaklórbensen

Frá 1990 til 2014 jókst losun HCB á Íslandi um 61%. Stærsta uppspretta HCB á Íslandi er sorpbrennsla, með og án orkunýtingar. Losun frá sorpbrennslum með orkunýtingu er gefin upp undir „orku“á myndinni hér að neðan. Losun HCB hefur aðeins verið metin frá fáum uppsprettum og skal því taka niðurstöunum með fyrirvara.

 

Losun Íslands á öðrum loftmengunarefnum á árunum 1990 – 2014

 

SOX

NOX

NH3

NMVOC

CO

 

[kt] SO2

[kt] NO2

[kt]

[kt]

[kt]

1990

20.89

27.72

5.78

13.93

57.27

2014

64.84

20.00

5.59

6.79

114.67

% Breyting 1990-2014

211%

-28%

-3%

-51%

100%

 

SO2 (SOX) – Brennisteinsdíoxíð

Árið 2014 var losun brennisteinssambanda á Íslandi jafngildi 64,84 kt SO2 eg sem er 211% meira en losunin árið 1990. Samkvæmt reiknireglum samningsins er losun allra brennisteinssambanda reiknuð yfir í SO2 ígildi (eq). Megin uppspretta brennisteinssambanda á Íslandi er losun brennisteinsvetnis (H2S) frá jarðvarmavirkjunum og stærstur hluti H2S oxast á endanum yfir í SO2.

NO2 (NOX) – Köfnunarefnidísoxíð

Stærstu uppsprettur NO2 losunar á Íslandi eru fiskiskipaflotinn og samgöngur. Frá árinu 1990 hefur dregið úr losun á NOx um 28%. Við bruna í bæði bílvélum og í brennslustöðvum, myndast köfnunarefnismónoxíð (NO) þegar köfnunarefni og súrefni hvarfast saman við hátt hitastig. Í andrúmsloftinu oxast svo köfnunarefnismónoxíð smám saman yfir í köfnunarefnisdíoxíð (NO2).

NMVOC - Rokgjörn, lífræn efnasambönd

Losun Íslands á rokgjörnum lífrænum efnasamböndum (NMVOC) hefur dregist saman um 51% frá 1990. Megin uppsprettur NMVOC á Íslandi eru samgöngur, leysiefnanotkun í iðnaðarferlum og landbúnaður. Frá árinu 1990 hefur dregið verulega úr losun NMVOC frá samgöngum.

NH3, CO, Svifryk (PM) og sót(BC)

Nánari upplýsingar um losun loftmengunarefna, eins og NH3, CO, svifryk og sót á Íslandi á árunum 1990-2014 má nálgast í nýjustu skýrslu um losun mengandi efna á Íslandi sem falla undir LRTAP samninginn (Informative Inventory Report 2016).

Ísland er aðili að samningnum um loftmengun sem berst langar leiðir milli landa (C-LRTAP). Hann var samþykktur í Genf 1979 og tók gildi 1983. 51 ríki eru aðilar að samningnum og á grunni þessa samnings hafa verið gerðar bókanir sem hver um sig tekur á ákveðnum efnaflokkum. 

Helstu bókanirnar eru þessar: 

 
IðanaðarstromparÍsland hefur undirritað samninginn sjálfann og báðar Árósa-bókanirnar þ.e. bókunina um þungmálma og bókunina um þrávirk lífræn efni. Hins vegar hefur Ísland aðeins staðfest aðra bókunina, þá sem fjallar um þrávirk lífræn efni. Aðildarríki skulu draga úr losun þeirra loftmengunarefna sem tiltekin eru í bókununum eða hætta notkun þeirra. Aðildarríki skulu árlega gera skýrslu um losun þessara efna. Hér að neðan má sjá skýrslur Íslands á ensku. Þó Ísland hafi aðeins staðfest eina bókun, um losun þrávirkra lífærænna efna, eru í skýrslunni upplýsingar um losun annara efna ef þær upplýsingar liggja á annað borð fyrir. 

Skýrslur á ensku um losun mengandi efna á Íslandi sem falla undir LRTAP samninginn.

Rauði listinn

Rauði listinn

Veita þarf ákveðnum friðlýstum svæðum á Íslandi sérstaka athygli og aðhlynningu.
Meira