Snuð og pelar

PeliSnuð og pelar geta innihaldið þalöt en sum þeirra geta valdið röskun á hormónajafnvægi líkamans og haft þannig áhrif á kynþroska og frjósemi. Nú er bannað að selja snuð og naghringi sem framleidd eru úr PVC með þalötum. Í staðinn eru notuð önnur plastefni eða önnur efni en plast. Eftir mikla notkun geta þalötin losnað úr plastinu. Því skal varast að ofnota snuðin og kaupa frekar ný reglulega þó svo barnið sé því ekki alltaf sammála! Pelar geta verið gerðir úr plasti sem innihaldið efni sem kallast BisfenolA en það getur valdið ertingu og ofnæmi í húð og raskað hormónajafnvægi. Þetta efni er umdeilt og hafa Danir bannað markaðssetningu á pelum sem innihalda BisfenolA. Íslensk yfirvöld hafa fylgt í kjölfarið því sama bann tók gildi hér á landi haustið 2011.

  • Velja snuð og naghringi sem ekki innhalda þalöt. Skoðið innihaldslista á umbúðum eða spyrjið afgreiðslufólk ráða.
  • Þegar pelar eru valdir verið þá viss um að þeir innihaldi ekki BisfenólA. Skoðið innihaldslista á umbúðum eða spyrjið afgreiðslufólk ráða.
  • Sjóðið snuð og pela ætíð áður en þau eru notuð í fyrsta skipti.

Upplýsingar um snuð og pela af heimasíðu Miljøstyrelsen í Danmörku.

Mynd sem fylgir - Rauði listinn

Rauði listinn

Veita þarf ákveðnum friðlýstum svæðum á Íslandi sérstaka athygli og aðhlynningu.
Meira