Fatnaður

FatnaðurÞað er oft efnalykt af nýjum fötum því við framleiðslu á fatnaði og skóm eru notuð ýmis efni og geta sum þeirra setið eftir í vörunni þegar hún er tilbúin til sölu. Ný föt geta því innihaldið skaðleg efni sem komast í snertingu við húð barnsins.

Dæmi um slík efni eru litarefni og þalöt sem er mýkingarefni í PVC-plasti. Plastmyndir á barnafötum geta verið búnar til úr PVC-plasti sem hefur verið mýkt með þalötum. Í fötum og annarri vefnaðarvöru geta einnig verið hættuleg litarefni og formaldehýð sem er ofnæmisvaldur. Þessi efni skolast yfirleitt burt við þvott og því er rétt að þvo fatnað áður en hann er tekinn í notkun.

PVC-plast getur skaðað umhverfið þegar það endar í ruslinu. Því skal skila PVC-vörum til endurvinnslu. Margir neytendur hafa þó ekki vitneskju um hvort þær vörur sem þeir eru að nota innihalda PVC og því endar mikið af PVC í heimilissorpi. Hér má sjá umfjöllun um flokkun á plasti.

  • Þvoið ætíð barnaföt áður en þau eru notuð í fyrsta skipti. Við þvottinn hverfa langflest þeirra skaðlegu efna sem notuð voru við framleiðsluna. 
  • Veljum Svansmerkt föt en margir framleiðendur hafa fengið Svansvottun á hluta af sinni framleiðslu og því er vert að skoða fötin með tilliti til umhverfismerkja.

Upplýsingar um föt af heimasíðu Miljøstyrelsen í Danmörku.

Stígvél eru ekki alltaf búin til úr gúmmíi. Ýmis ódýr barnastígvél eru búin til úr PVC- plasti sem er gert mjúkt með því að nota mýkingarefni sem kallast þalöt. Sum þalöt geta raskað hormónajafnvægi líkamans og haft þannig óæskileg áhrif á frjósemi.

  • Veldu stígvél sem ekki eru búin til úr PVC og þalötum. Það eru til margar tegundir af stígvélum sem ekki skaða umhverfið eins mikið.
  • Veldu umhverfismerkt stígvél, t.d. Svansmerkt, ef slíkt er í boði.

Skór og stígvél án PVC-plasts og þalata af heimasíður Miljøstyrelsen í Danmörku.

 Gúmmístígvél

Hnappar og tölur úr málmSkartgripir, hnappar og rennilása inihalda oft nikkel og geta valdið ofnæmi, því meira af nikkeli sem hluturinn gefur frá sér t.d. í eyrnasnepilinn, því meiri hætta er á ofnæmi. Þess vegna hafa verið settar reglur um hámark nikkelinnihalds í skartgripum. En það er ekki öruggt að farið sé eftir þeim reglum. Rannsóknir sem gerðar hafa verið benda til þess að enn sé verið að selja skartgripi, bæði fyrir börn og fullorðna, sem gefa frá sér svo mikið nikkel að þeir geta valdið nikkelofnæmi við snertingu. Á fatnaði, barnavögnum og öðrum vörum fyrir börn geta verið hnappar, rennilásar, spennur og aðrir málmhlutir sem innihalda nikkel. Það ætti að forðast að láta börn vera í beinni snertingu við slíka hluti. Hættan á að börn fái í sig nikkel er þegar þau naga eða sleikja slíka hluti.

Upplýsingar um nikkel af heimasíðu Miljøstyrelsen í Danmörku.

Mynd sem fylgir - Rauði listinn

Rauði listinn

Veita þarf ákveðnum friðlýstum svæðum á Íslandi sérstaka athygli og aðhlynningu.
Meira