Heimilið

Heimilið er skjól okkar og þar viljum við geta búið við öryggi og næði. Þó er ýmislegt sem getur haft áhrif á hvernig okkur líður innandyra, bæði það augljósa en einnig ýmislegt sem erfitt er að henda reiður á. 

Inni á heimilum má finna ýmis varasöm efni sem geta verið bæði í byggingunni sjálfri og þeim vörum sem við berum þangað inn. Hér má nefna stíflueyða og ýmis þvotta- og hreinsiefni en röng meðhöndlum á slíkum vörum getur haft alvarlegar afleiðingar. Einnig eru ýmis efni í neytendavörum sem eru talin geta í litlu magni og á löngum tíma haft skaðleg áhrif á bæði heilsu og umhverfi. Hér er t.d. átt við efni í snyrtivörum , raftækjum og húsgögnum. Þá geta raki og mygla í húsnæði haft slæm áhrif á heilsu heimilisfólksins. Allt hefur þetta áhrif á inniloftiðsem við öndum að okkur og því er afar mikilvægt beita öllum ráðum til að tryggja að gæði þess. Hávaði er enn einn umhverfisþáttur sem getur verið okkur til ama innan veggja heimilsins, kynntu þér hvað hægt er að gera til að draga úr hávaða.

Einn liður í því að koma í veg fyrir eitranir er að þekkja hættumerki sem eru á umbúðum ýmissa efnavara. Þú getur kynnt þér málið á Lærðu að þekkja merkin!

 • Græn jól og áramótUmhverfisstofnun gefur góð ráð fyrir jólin.
  Nánar
 • Einnota plastumbúðirPlast er orðið nánast órjúfanlegur hluti af okkar daglega lífi en því miður er mikið af því óþarfi, sér í lagi einnota plast.
  Nánar
 • EndurvinnslaÖll neysla veldur úrgangi en úrgangur er ekkert annað en afgangshráefni, eitthvað sem við getum ekki nýtt eða sem við kjósum að nota ekki.
  Nánar
 • Grænt kynlífUmhverfisfræðunum er ekkert óviðkomandi.
  Nánar
 • HúsgögnHúsgögn eins og stólar, borð og skápar eru jafnan framleidd úr tré, málmi og/eða plasti og geta innihaldið efni sem geta skaðað umhverfið og heilsuna á ýmsan...
  Nánar
 • Einnota burðarpokarókostir notkunar plasts eru þeir að við skilgreinum það oft sem einnota (t.d. poka, rör, umbúðir, borðbúnað
  Nánar
 • RafmagnsvörurÞví miður þá geta rafmagnstæki innihaldið ýmis efni sem geta verið hættuleg heilsu okkar og umhverfi.
  Nánar
 • Skólavörur vert er að hafa í huga að stundum geta skólavörur innihaldið efni sem eru skaðleg börnum undir vissum kringumstæðum.
  Nánar
 • Þvotta- og hreinsivörurÞvottaefni fyrir fatnað o.þ.h. eru gerð úr mörgum mismunandi efnum sem geta valdið ofnæmi.
  Nánar
Mynd sem fylgir - Rauði listinn

Rauði listinn

Veita þarf ákveðnum friðlýstum svæðum á Íslandi sérstaka athygli og aðhlynningu.
Meira