Eftirlit

Eftirlit með móttöku úrgangs og farmleyfa fyrir árið 2015

Ný reglugerð um móttöku á úrgangi og farmleifum frá skipum (reglugerð nr. 1200/2014) tók gildi í desember árið 2014. Í reglugerðinni er gert ráð fyrir að haft sé eftirlit með móttökuaðstöðu fyrir úrgang og farmleifar frá skipum í öllum höfnum landsins, á fimm ára fresti. Umhverfisstofnun skal fyrir 1. maí ár hvert gefa út skýrslu um niðurstöður eftirlits fyrir undangengið ár og birta á vefsetri sínu.

Farið var í fyrsta eftirlitið á haustmánuðum 2015, og alls í 18 hafnir.

Tafla 1: Heimsóttar hafnir árið 2015 og fjöldi frávika

Höfn

Flokkur

Fjöldi frávika

Faxaflóahafnir, Reykjavíkurhöfn

1

0

Faxaflóahafnir, Akraneshöfn

1

0

Faxaflóahafnir, Grundartangahöfn

1

0

Faxaflóahafnir, Borgarneshöfn

3

0

Hafnarfjarðarhafnir, Hafnarfirði

1

0

Hafnarfjarðarhafnir, Straumsvík

1

0

Hafnir Ísafjarðar, Ísafjarðarhöfn

1

3

Hafnir Ísafjarðar, Þingeyrarhöfn

3

2

Hafnir Ísafjarðar, Flateyrarhöfn

3

3

Hafnir Ísafjarðar, Suðureyrarhöfn

3

1

Hafnir Vesturbyggðar, Patrekshöfn

2

5

Hafnir Vesturbyggðar, Bíldudalshöfn

3

4

Hafnir Vesturbyggðar, Brjánslækjarhöfn

3

4

Reykhólahreppur, Reykhólahöfn

2

6

Reykhólahreppur, Flateyjarhöfn

3

1

Bolungarvíkurhöfn

2

5

Súðavíkurhöfn

3

3

Tálknafjarðarhöfn

3

5

Seltjarnarnesbær, smábátahöfn

3

0

Þorlákshafnarhöfn

1

2

Samtals

20 hafnir

44 frávik

Í þeim tilvikum þar sem um hafnarsamlag eða margar hafnir í sama sveitarfélagi er að ræða, þá getur verið um sama/sömu frávik að ræða sem löguð eru í einni aðgerð.

Ekki var farið í Kópavogshöfn, vegna forfalla. Farið verður í sumar.

Tafla 2: Fjöldi eftirlita og frávika árið 2015 eftir flokkum hafna.

Stærðarflokkur

Fjöldi eftirlita

Frávik

Eitt

7

5

Tvö

3

16

Þrjú

10

23

Samtals

20

44

Ef frávik eru í eftirliti eru gerðar athugasemdir og farið fram á að úrbætur verði gerðar eða tiltekin höfn getur sent inn úrbótaáætlun, þar sem kemur fram til hvaða ráðstafana er gripið til að bæta úr í samræmi við athugasemdir og hvenær þeim aðgerðum á að vera lokið.

Umhverfisstofnun fer yfir úrbótaáætlanir þegar þær berast og samþykkir þær ef tilefni er til. Ef höfn hvorki sendir úrbótaáætlun né gerir þær úrbætur sem farið er fram á getur stofnunin gripið til úrræða sbr. 14. gr. reglugerðarinnar sbr. V. kafla laga nr. 33/2004, um varnir gegn mengun hafs og stranda.

Hafnir með frávik hafa allar, nema Tálknafjarðarhöfn, skilað inn úrbótaáætlun eða gert þær úrbætur sem farið fram á.

Rauði listinn

Rauði listinn

Veita þarf ákveðnum friðlýstum svæðum á Íslandi sérstaka athygli og aðhlynningu.
Meira