Alþjóðlegt samstarf

Allt frá Ríóráðstefnunni árið 1992 hefur stefna íslenskra stjórnvalda varðandi þátttöku á sviði alþjóðlegra umhverfismála verið skýr. Hins vegar er erfitt fyrir litla þjóð eins og Íslendinga að taka þátt í öllu því starfi sem unnið er á sviði umhverfismála. Þetta leiðir óhjákvæmlega til forgangsröðunar á verkefnum sem byggir á sérþekkingu þjóðarinnar og hagsmunum hennar.

  • Verndun hafsins gegn mengun 
  • Sjálfbær nýting auðlinda hafsins 
  • Notkun endurnýjanlegra orkugjafa 
Íslensk stjórnvöld hafa lagt sérstaka áherslu á að losun lífrænna þrávirkra efna og losun geislavirkra efna út í umhverfið verði stöðvuð.

Ísland er aðili að allmörgum alþjóðlegum samningum um umhverfismál. Fyrsti alþjóðlegi samningurinn sem Íslendingar urðu aðilar að var OILPOL en hann var gerður árið 1954 og fjallar um varnir gegn mengun sjávar af völdum olíu. Þeir samningar sem fygldu í kjölfarið fjalla um takmarkanir og bann við losun hættulegra efna og úrgangsefna í hafið og jafnframt um varnir gegn mengun frá landi. Einn mikilvægasti samningur sem Ísland er aðili að er Hafréttarsáttmáli Sameinuðu þjóðanna. Í 12. kafla hans er ítarlega fjallað um vernd hafsins og auðlinda þess gegn mengun og öðrum umhverfisspjöllum. Ísland er jafnframt aðili að EES (Evrópska efnahagssvæðinu) og fjalla margar tilskipanir á þess vegum um umhverfismál. Alþjóðlegir samningar eru mikilvægir að því leyti að sömu lögin gilda á öllum höfum. Hvert ríki getur sett strangari sérákvæði í eigin lög um vernd umhverfisins og hafsins undir ströndum þeirra en þau gilda einungis fyrir þegna þess ríkis. Ríkin koma sér síðan saman um hvaða lög og reglur eigi að gilda og framkvæma þær í samvinnu sín á milli eða fyrir tilstilli hlutaðeigandi alþjóðastofnunar. Í Hafréttarsáttmálanum kemur fram hvernig slíkri samvinnu skuli háttað. Í íslenskum rétti vega alþjóðasamningar þungt því þeir eru önnur meginheimildin um verndun hafsins.

Samningur um verndun hafrýmis Norðaustur-Atlantshafsins (OSPAR)

OSPAR samningurinn kemur í staðinn fyrir Oslóar og Parísarsamningana en þær ákvarðanir, tilmæli og aðrir samningar sem samþykktir voru þá, halda gildi sínu hvað lagalegt eðli varðar. OSPAR samningurinn var undirritaður í París 22. september 1992 en öðlaðist gildi 25. mars 1998. Ísland varð aðili að samningnum 2. júní 1997. Samningurinn er mjög mikilvægur með tilliti til mengunarhættu á hafinu umhverfis Ísland. Markmið hans er að koma í veg fyrir mengun Norðaustur-Atlantshafsins með því að draga úr mengun frá landi, mengun af völdum varps og brennslu, og mengun frá uppsprettum í hafi.

Samningurinn um varnir gegn mengun sjávar frá skipum (MARPOL

Olíumengun í hafi var ekki þekkt sem vandamál fyrr en á fyrri hluta 20. aldar, en upp úr 1950 fóru margar þjóðir að setja reglur varðandi losun olíuúrgangs innan eigin landhelgi. Árið 1954 hélt Bretland ráðstefnu varðandi olíumengun sem varð til þess að OILPOL var komið á fót. Á þessum tíma lagði Alþjóðasiglingamálastofnunin (IMO) ekki mikla áherslu á varnir gegn mengun og almenningur hafði ekki miklar áhyggjur af þessum málaflokki.

Stokkhólmssamningurinn um þrávirk lífræn efni (POP

Sagt er að efni sé þrávirkt ef það binst í lífverum og eyðist mjög hægt. Slík efni safnast fyrir í umhverfinu. Þrávirk lífræn efni innihalda flest klór og er því oft talað um þrávirk lífræn klórsambönd. Efni af þessari tegund eru til í hundraðatali en þekktustu efnin eru skordýraeitur og önnur varnarefni eins og DDT (díklór-dífenýl-tríklóretan), hexaklórsýklóhexan (HCH, lindan), og hexaklórbensen (HCB). 

Kaupmannahafnarsamningurinn (Copenhagen Agreement

Kaupmannahafnarsamningurinn um mengun sjávar (Norrænn samningur um samvinnu í baráttu gegn mengun sjávar af völdum olíu og annarra skaðlegra efna fjallar um gagnkvæma samvinnu Norðurlandanna komi til óhappa af völdum olíu og annarra hættulegra efna. Samningurinn er byggður á OPRC (alþjóðasamningi um viðbúnað og viðbrögð gegn olíumengun og samstarf þar um) og var hann gerður í mars 1993. Íslendingar staðfestu samninginn 3. júlí 1995 en hann öðlaðist ekki gildi fyrr en 16. janúar 1998.

Ramsarsamningur (Ramsar Convention

Ramsarsamningurinn, eða „samningurinn um vernd votlendissvæða sem hafa alþjóðlegt gildi, einkum sem heimkynni fugla“, dregur nafn sitt af borginni Ramsar í Íran þar sem hann var samþykktur árið 1971. Höfuðskrifstofur Ramsarsamningsins eru í Gland í Sviss og í desember 2010 höfðu 160 lönd fullgilt Ramsarsamninginn, meðal annars öll Norðurlöndin.

Hafréttarsáttmáli Sameinuðu þjóðanna (UNCLOS

Fyrsta hafréttarráðstefna Sameinuðu þjóðanna var haldin í Genf í Sviss árið 1958 og var ætlunin að ákvarða hvaða þjóðréttarreglur giltu á sviði hafréttar. Á ráðstefnunni voru fjórir þjóðréttarsamningar samþykktir. Þeir voru annars vegar Genfarsamningurinn um landhelgi og aðlæg belti og hins vegar Genfarsamningurinn um landgrunnið en báðir tókur þeir gildi árið 1964.

Umhverfisstofnun Evrópu (EAA

Markmið EEA er að efla sjálfbæra þróun og að taka þátt í að koma á verulegum og mælanlegum framförum og að setja saman viðeigandi og áreiðanlegar upplýsingar til stefnumótenda og almennings.

Alþjóða hafmálaráðið (IOC

IOC er milliríkjastofnun sem komið var á legg af Menningarmálastofnun Sameinuðu þjóðanna (UNESCO) árið 1960

Umhverfisstofnun Sameinuðu þjóðanna (UNEP

Árið 1972 var haldin umhverfismálaráðstefna í Stokkhólmi. Henni lauk með samþykkt sérstakrar áætlunar í umhverfismálum, sem er nefnd, umhverfismálaáætlun Sameinuðu þjóðanna. Til þess að framfylgja meginreglum Stokkhólmsráðstefnunnar var UNEP komið á laggirnar til þess að sjá um alþjóðlegt eftirlit með umhverfismálum.

Alþjóðasiglingamálastofnunin (IMO

IMO er ein af alþjóðastofnunum Sameinuðu þjóðanna og var stofnuð árið 19548. Helsta hlutverk stofnunarinnar er að vinna að verndun hafsins, hafa eftirlit með mengun sjávar frá skipum, og fylgjast með öryggi og hagkvæmni í siglingum.
Rauði listinn

Rauði listinn

Veita þarf ákveðnum friðlýstum svæðum á Íslandi sérstaka athygli og aðhlynningu.
Meira